Getraunaseðillinn...

Jæja, er ekki málið að fara að reyna að blása lífi í þetta blogg, ná allavega að blogga einu sinni í viku a.m.k! Var að spá í að setja alltaf inn spá fyrir getraunaseðilinn og fá svo aðra til að koma með sinn í komment! Gæti tekið smá tíma að smala fólki í að byrja á þessu reyndar...en hérna kemur minn...Reglurnar eru bara sex tvítryggingar.

1. Spánn - Svíþjóð     1x

    Hugsa að ég segi heimasigur hér. Svíar efstir með 23 stig og Spánverjar í öðru með 22 stig. Bæði lið svo gott sem komin áfram, þannig að baráttan hér er aðeins um það hvort nái fyrsta sætinu og því betri stöðu í drættinum fyrir lokakeppnina. Svíar gætu hinsvegar náð í jafntefli, þó svo það vanti slatta hjá þeim, enda eru Spánverjar ávallt óútreiknanlegir.

 2. N-Írland - Danmörk  2

    N-Írar fóru vel af stað en hafa dalað allverulega eftir að Nigel Worthington tók við af Lawrie Sanchez, kannski ekki skrítið þar sem Worthington er nú ekki merkilegur þjálfari ef ég segi alveg eins og er. Danir hafa verið lélegir, miðað við leikmennina sem þeir hafa, og hefur danska pressan kallað eftir því að Morten Olsen segi af sér, eða verði rekinn. Hér ætla ég að setja útisigur, einungis þar sem ég hef gjörsamlega enga trú á tjáðum Nigel Worthington!

 3. Pólland - Belgía   1

    Pólverjar eru í mikilli baráttu við Serba, Portúgali og Finna um að komast í lokakeppnina, reyndar með fjögurra stiga forystu á 3 og 4 sætið, Serba og Finna, þegar tveir leikir eru eftir. Pólverjar tróna á toppnum með 24 stigum, eins ótrúlegt og það nú er. Þeir ættu frekar auðveldlega að klára þennan leik, þar sem Belgar eru með frekar ungt lið. Ótrúlegt hvað Pólverjar eru oft ótrúlega seigir í undankeppnum en skíta svo upp á bak í lokakeppnum! Heimasigur.

4. Skotland - Ítalía  1x

    Klárlega annar af leikjum helgarinnar. Með sigri geta Skotar tryggt sér farseðil á fyrstu lokakeppni stórmóts síðan þeir komust á HM 98 í Frakklandi. Ef Skotar hins vegar ná jafntefli þá þurfa Frakkar að ná í a.m.k stigi af Úkraínu í Kænugarði, sem getur vissulega orðið erfitt verk. Þannig að jafntefli gæti jafnvel nægt þeim. Ég spái því að Skotar komist á EM, kannski meira draumórar, og því ætla ég bara að smella heimasigri eða jafntefli. 

5. Noregur - Tyrkland   1

    Norsarar í öðru með 20 stig og Tyrkir í þriðja með 18. Með sigri tryggir Noregur sig áfram á EM, einmitt að ég held í lokakeppni í fyrsta sinn síðan á HM 98, þar sem þeir voru einmitt með Skotum í riðli, ásamt Brasilíu og Marokkó. Einfalt, Noregur sigrar. 

6. Makedónía - Króatía   2

    Ekki mikið um þennan leik að segja, Króatar taka þetta nokkuð örugglega og gulltryggja sig á EM. 

7. Ísrael - Rússland x2

    Hinn stórleikur helgarinnar. Með sigri tryggja Rússar sig gott sem á EM, þurfa þá aðeins að klára Andorra. Ísrael eru reyndar þekktir fyrir að hafa gífurlega erfiðan heimavöll, þannig að þetta ætti að verða rosalegur leikur. Ég ætla hinsvegar að tippa á Rússa þarna, og setja jafntefli með til öryggis. 

8. Búlgaría - Rúmenía 12

    Rúmenar eru komnir áfram á EM, en Búlgarar eiga tölfræðilega möguleika á því að komast upp fyrir Hollendinga. Snúinn leikur, heima- eða útisigur.

9. Serbía - Kazakstan  1

    Auðveldur heimasigur fyrir Serba, ekki meira að segja um það.

10. Litháen - Úkraína  2

    Shevchenko og félagar ættu að vera of sterkir fyrir Litháa og hita upp fyrir leikinn í miðri viku gegn Frökkum með sigri.

11. Tékkland - Slóvakía  1

    Eftir frábæran útisigur gegn Þjóðverjum í Þýskalandi koma Tékkar fullir sjálfstrausts í þennan leik. Komnir á EM og fagna því með öruggum sigri.

12. Wales - Írland  1x

    Tvö lið sem hafa staðið sig vægast sagt illa í þessarri undankeppni. Bæði með arfaslaka þjálfara, reyndar hætti Steve Staunton, eða var rekinn, en John Toshack er enn við stjórnvölinn hjá Walesverjum. Ætli ég setji ekki heimasigur eða jafntefli hér. Leikur sem skiptir engu máli, nema kannski fyrir stoltið. 

13. Lettland - Liechtenstein  1

    Væntanlega ómerkilegasti leikurinn á seðlinum. Þessi lið stútuðu einmitt okkar "frábæra" landsliði í seinasta mánuði, eins ótrúlega og það hljómar. Spái Lettum hér sigri, hvort hann verður léttur eða ekki er mér algjörlega nákvæmlega sama.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Marteinn Hannesson

góðar pælingar, ég hafði ekki tíma til að skoða þetta áður en leikirnir hófust...

en þú varst með 6 af 12 leikjum rétta, hef séð það betra :P

Guðmundur Marteinn Hannesson, 18.11.2007 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Spekúleringar um fótbolta

Höfundur

Jóhann Ólafur Sigurðsson
Jóhann Ólafur Sigurðsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hot_448511w

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 225

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband