22.11.2007 | 09:42
EM...
Mikið er nú Króatía uppáhalds landið mitt þessa stundina! Get ekki þakkað þeim nógu mikið fyrir það að slá England út úr undankeppninni fyrir EM, alveg yndislegt að þetta ofmetna lið komist ekki í lokakeppnina! Þeir eiga það svo alls ekki skilið, og eru með, eða voru með þar sem búið er að reka hann, lélegasta þjálfara þótt víða væri leitað! En já, þannig að undankeppninni er lokið og því er orðið ljóst hvaða lið það verða sem spila á EM í sumar, en það verður dregið í riðla í Vín 2.desember. Liðunum er skipt í fjóra styrkleikaflokka og líta þeir út svona:
Pottur 1
Sviss, Austurríki, Grikkland og Holland
Pottur 2
Króatía, Ítalía, Tékkland og Svíþjóð
Pottur 3
Þýskaland, Rúmenía, Spánn og Portúgal
Pottur 4
Pólland, Frakkland, Tyrkland og Rússland
Það kannski vekur athygli sumra að Austurríki, Sviss og Grikkland séu í fyrsta styrkleikaflokki, en það er einungis því Austurríki og Sviss halda keppnina og Grikkland eru núverandi meistarar. Holland ætti því að tapa á því að vera í efsta styrkleikaflokki þar sem þeir geta klárlega ekki fengið slökustu liðin með sér í riðil. En þetta ætti að geta búið til rosalega riðla, t.d. gætu Holland, Ítalía, Þýskaland og Frakkland verið saman í riðli og síðan er hægt að leika sér með þetta, raða sjálfur og sjá hvað getur komið upp úr því.
En fyrir okkur Íslendinga ætti að vera spennandi að sjá í hvernig riðli við lendum í fyrir undankeppni HM, en dregið verður í Durban í S-Afríku 25.Nóvember, á sunnudaginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2007 | 01:29
Getraunaseðillinn...
Jæja, er ekki málið að fara að reyna að blása lífi í þetta blogg, ná allavega að blogga einu sinni í viku a.m.k! Var að spá í að setja alltaf inn spá fyrir getraunaseðilinn og fá svo aðra til að koma með sinn í komment! Gæti tekið smá tíma að smala fólki í að byrja á þessu reyndar...en hérna kemur minn...Reglurnar eru bara sex tvítryggingar.
1. Spánn - Svíþjóð 1x
Hugsa að ég segi heimasigur hér. Svíar efstir með 23 stig og Spánverjar í öðru með 22 stig. Bæði lið svo gott sem komin áfram, þannig að baráttan hér er aðeins um það hvort nái fyrsta sætinu og því betri stöðu í drættinum fyrir lokakeppnina. Svíar gætu hinsvegar náð í jafntefli, þó svo það vanti slatta hjá þeim, enda eru Spánverjar ávallt óútreiknanlegir.
2. N-Írland - Danmörk 2
N-Írar fóru vel af stað en hafa dalað allverulega eftir að Nigel Worthington tók við af Lawrie Sanchez, kannski ekki skrítið þar sem Worthington er nú ekki merkilegur þjálfari ef ég segi alveg eins og er. Danir hafa verið lélegir, miðað við leikmennina sem þeir hafa, og hefur danska pressan kallað eftir því að Morten Olsen segi af sér, eða verði rekinn. Hér ætla ég að setja útisigur, einungis þar sem ég hef gjörsamlega enga trú á tjáðum Nigel Worthington!
3. Pólland - Belgía 1
Pólverjar eru í mikilli baráttu við Serba, Portúgali og Finna um að komast í lokakeppnina, reyndar með fjögurra stiga forystu á 3 og 4 sætið, Serba og Finna, þegar tveir leikir eru eftir. Pólverjar tróna á toppnum með 24 stigum, eins ótrúlegt og það nú er. Þeir ættu frekar auðveldlega að klára þennan leik, þar sem Belgar eru með frekar ungt lið. Ótrúlegt hvað Pólverjar eru oft ótrúlega seigir í undankeppnum en skíta svo upp á bak í lokakeppnum! Heimasigur.
4. Skotland - Ítalía 1x
Klárlega annar af leikjum helgarinnar. Með sigri geta Skotar tryggt sér farseðil á fyrstu lokakeppni stórmóts síðan þeir komust á HM 98 í Frakklandi. Ef Skotar hins vegar ná jafntefli þá þurfa Frakkar að ná í a.m.k stigi af Úkraínu í Kænugarði, sem getur vissulega orðið erfitt verk. Þannig að jafntefli gæti jafnvel nægt þeim. Ég spái því að Skotar komist á EM, kannski meira draumórar, og því ætla ég bara að smella heimasigri eða jafntefli.
5. Noregur - Tyrkland 1
Norsarar í öðru með 20 stig og Tyrkir í þriðja með 18. Með sigri tryggir Noregur sig áfram á EM, einmitt að ég held í lokakeppni í fyrsta sinn síðan á HM 98, þar sem þeir voru einmitt með Skotum í riðli, ásamt Brasilíu og Marokkó. Einfalt, Noregur sigrar.
6. Makedónía - Króatía 2
Ekki mikið um þennan leik að segja, Króatar taka þetta nokkuð örugglega og gulltryggja sig á EM.
7. Ísrael - Rússland x2
Hinn stórleikur helgarinnar. Með sigri tryggja Rússar sig gott sem á EM, þurfa þá aðeins að klára Andorra. Ísrael eru reyndar þekktir fyrir að hafa gífurlega erfiðan heimavöll, þannig að þetta ætti að verða rosalegur leikur. Ég ætla hinsvegar að tippa á Rússa þarna, og setja jafntefli með til öryggis.
8. Búlgaría - Rúmenía 12
Rúmenar eru komnir áfram á EM, en Búlgarar eiga tölfræðilega möguleika á því að komast upp fyrir Hollendinga. Snúinn leikur, heima- eða útisigur.
9. Serbía - Kazakstan 1
Auðveldur heimasigur fyrir Serba, ekki meira að segja um það.
10. Litháen - Úkraína 2
Shevchenko og félagar ættu að vera of sterkir fyrir Litháa og hita upp fyrir leikinn í miðri viku gegn Frökkum með sigri.
11. Tékkland - Slóvakía 1
Eftir frábæran útisigur gegn Þjóðverjum í Þýskalandi koma Tékkar fullir sjálfstrausts í þennan leik. Komnir á EM og fagna því með öruggum sigri.
12. Wales - Írland 1x
Tvö lið sem hafa staðið sig vægast sagt illa í þessarri undankeppni. Bæði með arfaslaka þjálfara, reyndar hætti Steve Staunton, eða var rekinn, en John Toshack er enn við stjórnvölinn hjá Walesverjum. Ætli ég setji ekki heimasigur eða jafntefli hér. Leikur sem skiptir engu máli, nema kannski fyrir stoltið.
13. Lettland - Liechtenstein 1
Væntanlega ómerkilegasti leikurinn á seðlinum. Þessi lið stútuðu einmitt okkar "frábæra" landsliði í seinasta mánuði, eins ótrúlega og það hljómar. Spái Lettum hér sigri, hvort hann verður léttur eða ekki er mér algjörlega nákvæmlega sama.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2007 | 22:37
Hot or not?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.10.2007 | 11:00
Gras.is...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.10.2007 | 14:04
Kominn aftur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.5.2007 | 17:12
Meistaradeildin...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2007 | 10:30
Meistaradeildin...
Jæja...þá er annar undanúrslitaleikurinn búinn, á milli Liverpool og Chelsea, og viti menn, hann fór aftur 1-0! Rosaleg tíðindi og þarna var brotið blað í sögunni! Ég sagði einmitt í Ármann, bróður minn, við matarborðið í gær, eftir að Liverpool hafði komist yfir, að hann þyrfti í raun og veru ekkert að horfa á leikinn því hann færi 1-0 og í vítakeppni. Og hvað gerðist? Einmitt það! Ekki það að ég sé eitthvað sannspár, heldur er bara stjarnfræðilega miklar líkur á því að leikur milli þessarra liða fari 1-0. Svo þegar komið var í vítaspyrnukeppnina sagði ég einmitt í bæði skipti, við Hrafnhildi, að Robben og Geremi myndu klúðra vítununm. Ég meina, hver lætur Arjen Robben taka víti? Hann er fljótur og teknískur, en græðir maður eitthvað á því þegar maður tekur vítaspyrnu? Síðan var Geremi nú bara nýkominn inná, og hann að sjálfsögðu er ekki leikmaður upp á mjög marga fiska. Alveg hreint ótrúlegt að hann sé ennþá í þessu Chelsea liði. Og það besta við það að Mourinho setti hann greinilega inná bara til að taka víti í vítaspyrnukeppninni, hann tók nefnilega Makelele útaf. Reina hetjan segja flest blöð, vissulega glæsilega varin fyrri spyrnan, en spyrnan hjá Geremi var einfaldlega bara hryllileg, Reina var næstum því búinn að skutla sér framhjá henni, svo léleg var hún. Mourinho að sjálfsögðu alltaf jafn fáránlegur eftir leikinn og venjulega, segir að Chelsea hafi verið betri jafnvel þótt Liverpool væri að keppa um eina bikarinn sem þeir gætu náð. Eins og Chelsea reyni eitthvað, eða hafi minni áhuga, að komast í úrslitin í meistaradeildinni bara því þeir áttu tölfræðilegan möguleika á fjórum bikurum! Þvílík endemis vitleysa! Úrslitaleikur meistaradeildarinnar er stærsti leikur ársins og þetta er leikur sem öllum langar til að komast í, og þá líklegast sérstaklega Mourinho, og Chelsea, þar sem þetta er það sem hann hefur ætlað að gera síðan hann kom til Chelsea, komast í þennan leik. Hann er aðeins farinn að fara yfir strikið. Kallaði einmitt Liverpool lítið lið um daginn. Hvernig fær hann það út? Hvað er Chelsea búið að vinna marga titla yfir árin? En Liverpool? Maður spyr sig...Svo er hann farinn að blanda út í umræðuna við Ronaldo menntun og uppeldi. Það er frekar siðlaust finnst mér. Margir af bestum leikmönnum heims hafa einmitt alist upp við mikla fátækt. Og eru þeir eitthvað verri fyrir það? Eins og Mourinho finnist Ronaldo ekki eiga skilið að taka þátt í umræðunni, og hafa sínar eigin skoðanir, bara því Mourinho var alinn upp í millistétt en Ronaldo ekki...
Svo er að sjálfsögðu hinn undanúrslitaleikurinn í kvöld, Milan - Man Utd...
Skrifa um hann síðar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2007 | 23:37
Óþolandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2007 | 10:52
Væll, slagsmál og enn meiri væll
Þessir tveir leikir sem voru á dagskrá í ensku bikarkeppninni í gærkvöld voru að hluta til nokkuð áhugaverðir. Það var svosem augljóst hvaða lið myndu vinna, eða svona á pappírnum, en það er nú ekki alltaf spurt að því í FA cup. En ég ætla nú ekki að tala eitthvað um hvernig leikirnir voru, heldur hvað gerðist í þeim. Ronaldo fékk víti, er það eitthvað nýtt svosem? Neinei, en Boro menn voru alveg brjálaðir, enda hafa þeir fengið 3 vítaspyrnur á sig í 3 leikjum gegn Man Utd á tímabilinu, og vilja meina að tvær þeirra allavega, sem Ronaldo hefur fiskað, hafi verið mjög umdeildar. Southgate, þjálfari Boro, var alveg ruglaður eftir leikinn og sagði að hver hefði ekki viljað stúta Ronaldo eins og James Morrison einmitt gerði í leiknum, en fyrir vikið fékk hann beint rautt. Þetta finnst mér nú full gróf yfirlýsing frá þjálfara liðs, án efa á hann eftir að verða kærður fyrir vikið. En hann hefur svosem alltaf verið hálfgert fífl hann aumingja Southgate. En nóg um það. Frank Lampard var næstum því kýldur kaldur í leiknum gegn Tottenham, og það ekki af leikmanni heldur af áhorfanda, en sá náði að hlaupa inn á völlinn í lok leiksins og hljóp á eftir Lampard og reyndi að ná höggi á hann, en ÞVÍ MIÐUR tókst það nú ekki hjá honum þar sem Lampard beygði sig og slapp við höggið. Það var síðan þrekþjálfari Chelsea, Rui Faria, sem náði að snúa manninn góða niður, enda er hann væntanlega í þrusuformi. Þar sem Chelsea og Man Utd sigruðu sína leiki þá mætast Chelsea og Blackburn annarsvegar og Man Utd og Watford hinsvegar í undanúrslitunum. Er það bara tilviljun að fyrsti leikurinn á nýja Wembley verði að öllum líkindum draumaúrslitaleikur? Held nú ekki...heyri ég spilling?
Smá viðbót við bloggið. Það var verið að ákveða staðina þar sem undanúrslitaleikirnir fara fram í FA Cup. Man Utd og Watford eigast við á Villa Park í Birmingham, en það var einmitt þar sem báðir undanúrslitaleikirnir, en sú viðureign fór í replay, milli Man Utd og Arsenal fóru fram þrennuárið. Enn ein tilviljunin sem samsvarar leið Man Utd að þrennunni árið 1999. Eða er þetta tilviljun?
Hinn leikurinn, Chelsea - Blackburn, fer fram á Old Trafford.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.3.2007 | 11:05
Stórleikir
Það er alveg ótrúlegt hvað það virðist hittast á að margir stórleikir séu oft yfir sömu helgina...tökum sem dæmi helgina sem núna er gengin í garð...
Í dag er t.d. viðureign Barcelona og Real Madrid, sem verður að teljast einn stærsti leikur ársins ár hvert.
Estudiantes LP - Boca Juniors, stórleikur í Argentínu, flestir kannast við Boca Juniors, en hinsvegar kannski ekki allir við Estudiantes LP, en þeir unnu Argentínsku Apertura á síðasta tímabili, en Argentíska deildin er skipt í tvo hluta, Apertura og Clausura. Í röðum Estudiantes er t.d. Juan Sebastian Veron.
Hinsvegar eru margar stórar viðureignir á morgun, sunnudag. Þær eru:
Celtic - Rangers, en þeir eru eins og allir vita stærstu leikirnir í Skotlandi.
Lyon - Marseille, Marseille er kannski sofandi risi eins og er, en þeir eru þó stórlið. Um Lyon þarf lítið að segja.
Bayern Munchen - Werder Bremen, tvö bestu liðin í Þýskalandi síðastliðin ár og hafa barist þar um titilinn, en hinsvegar eru þau nú í 4 og 3 sæti.
Inter - Milan, nágrannaslagur eins og þeir gerast bestir! Til gamans má geta, en Sigursveinn benti mér á þetta, að eftir þennan leik þá hefur Ronaldo spilað í þessum nágrannaslag fyrir bæði Inter og Milan og síðan fyrir bæði Barcelona og Real Madrid í þeim "nágrannaslag". Ágætt afrek þar.
Dynamo Moskva - Spartak Moskva, grannaslagur í Moskvu þar sem alltaf má búast við miklum látum.
River Plate - Arsenal Sarandi, kannski ekki "risaslagur", en eins og staðan er í dag þá er þetta stór leikur, en Arsenal Sarandi hafa byrjað mjög vel og eru efstir eins og er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Spekúleringar um fótbolta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar